Viðskipti erlent

Hörpuhótelið meðal 1700 nýrra Marriott-hótela

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hótelið rís nú við hlið Hörpu. Vonir stóðu til að hægt yrði að opna það í ár.
Hótelið rís nú við hlið Hörpu. Vonir stóðu til að hægt yrði að opna það í ár. Vísir/Vilhelm

Hótelkeðjan Marriott, sem t.a.m. hefur í hyggju að reka fimm stjörnu hótel við Hörpu, tilkynnti í gær að hún ætli sér að opna rúmlega 1700 ný hótel á næstu þremur árum.

Keðjan áætlar að hafa fjölgað herbergjum um 275 til 295 þúsund árið 2021, sem gæti skilað sér í 400 milljóna dala tekjuaukningu. Á gengi dagsins gera það um 46,5 milljarður króna.

Framkvæmdastjóri Marriott, Arne Sorenson, segir í samtali við miðla vestanhafs að þessi fjölgun sé í takti við stefnu sem keðjan setti sér árið 2015. Í því samhengi nefnir Sorenseon að herbergjum Marriott hafi fjölgað um 245 þúsund á árunum 2017-2019.

Ætlunin sé að reisa og kaupa dýrari hótel, ekki síst miðsvæðis í stórborgum. Keðjan ætli sér þannig ekki aðeins að fjölga herbergjum heldur jafnframt auka gæði þeirra - og um leið vörumerkja sinna. Marriott sér þannig fyrir sér að losa sig við hótel sem ekki þykja standa undir auknum gæðakröfum keðjunnar.

Sjá einnig: Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið

Marriott hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu misserum. Keðjunni tókst t.a.m. ekki að standa undir væntingum fjárfesta á síðasta fjórðungi heldur gerir Marriott jafnframt ráð fyrir því að tekjur félagsins muni dragast saman á næsta rekstrarári. Þar spilar minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum, stærsta markaðssvæði keðjunnar, lykilhlutverk.

Þar að auki komst Marriott í hann krappann í fyrra þegar greint var frá því að tölvuþrjótar hefðu nálgast persónuupplýsingar næstum 500 milljóna viðskiptavina keðjunnar.

Þá hafa fjárfestar gagnrýnt þann fjölda vörumerkja sem Marriott reiðir sig á í rekstri sínum. Þau eru á fjórða tug talsins, t.a.m. verður hótelið sem mun rísa við Austurhöfn 2 rekið undir merkjum Mariott Edition.

Bandaríska fasteignaþróunarfélagið Carpenter & Company muni þannig eiga hótelið við Hörpu en stýrt af Marriott næstu 30 árin. „Hótelið greiðir okkur ekki fasta leigu heldur fær Marriott Edition hlutfall af tekjum og hagnaði af rekstrinum. Þetta er því ekki leigusamningur,“ eins og Richard L. Friedman, forstjóri og aðaleigandi sjóðsins, lýsti í samtali við Fréttablaðið í fyrravor.

Þar drap hann jafnframt á gæðum hótelsins, sem segja má að sé í anda þeirrar stefnu Marriott sem lýst er hér að framan. „Við munum reka dýrasta hótel borgarinnar og viðskiptavinir fá mest fyrir peninginn.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.