Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Frosti Logason skrifar 6. mars 2019 17:07 „Þetta var það sem við lögðum upp með og niðurstaðan er náttúrulega eitthvað sem við erum sátt við,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir en hún hafði fullnaðarsigur gegn Sjómannafélagi Íslands þegar brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur í félagsdómi í síðustu viku. Dómurinn viðurkenndi enn fremur að ákvæði laga félagsins um þriggja ára greiðsluskyldu félaga til að geta öðlast kjörgengi í félaginu fæli í sér brot gegn ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. „Persónulega finnst mér að þeir ættu að segja af sér og boða til kosninga eins fljótt og hægt er, þó ekki væri nema bara til að endurnýja umboðið. Mér finnst það vera mikilvægt atriði, hvort sem ég ætli að bjóða mig fram eða ekki, þá þarf nú kannski bara að núllstilla þetta eitthvað,“ segir Heiðveig. Aðspurð segir Heiðveig það vissulega vekja furðu að forysta félagsins hafi enn þá ekkert gefið út um málið en dómur félagsdóms féll á þriðjudag í síðustu viku. „Í öllum eðlilegum stéttarfélögum hefðu menn verið búnir að undirbúa sig undir allar mögulegar niðurstöður og hvernig bregðast ætti við þeim. Dómurinn er mjög afgerandi og fordæmisgefandi út frá þessari þriggja ára reglu.“ Sjómannafélaginu var gert að greiða 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og 750.000 krónur til Heiðveigar fyrir málskostnaði. Heiðveig bendir á að hin háa upphæð sem þar um ræðir undirstriki hversu alvarlega félagið er talið hafa brotið gegn lýðræðislegum réttindum. „Við vorum að leita af sektum og ég man eftir 300 þúsund króna sekt síðast fyrir löngu, löngu síðan. Þannig að þetta er ofboðslega há sekt í samhengi félagsdóms.“ Heiðveg telur rétt að þeir núverandi stjórnarmeðlimir sem tóku þátt í þeim gjörningi að vísa henni úr félaginu ættu með réttu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. „Vegna þess að það má ekki gleyma því líka að þetta er gríðarlegur kostnaður fyrir félagið að hafa þurft að taka þátt í þessu. Þeir þurfa líka að greiða málskostnað, minn kostnaður var um 2,2 milljónir og það er örugglega svipað hinum megin ef ekki hærra.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Heiðveigu hér að ofan Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon
„Þetta var það sem við lögðum upp með og niðurstaðan er náttúrulega eitthvað sem við erum sátt við,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir en hún hafði fullnaðarsigur gegn Sjómannafélagi Íslands þegar brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur í félagsdómi í síðustu viku. Dómurinn viðurkenndi enn fremur að ákvæði laga félagsins um þriggja ára greiðsluskyldu félaga til að geta öðlast kjörgengi í félaginu fæli í sér brot gegn ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. „Persónulega finnst mér að þeir ættu að segja af sér og boða til kosninga eins fljótt og hægt er, þó ekki væri nema bara til að endurnýja umboðið. Mér finnst það vera mikilvægt atriði, hvort sem ég ætli að bjóða mig fram eða ekki, þá þarf nú kannski bara að núllstilla þetta eitthvað,“ segir Heiðveig. Aðspurð segir Heiðveig það vissulega vekja furðu að forysta félagsins hafi enn þá ekkert gefið út um málið en dómur félagsdóms féll á þriðjudag í síðustu viku. „Í öllum eðlilegum stéttarfélögum hefðu menn verið búnir að undirbúa sig undir allar mögulegar niðurstöður og hvernig bregðast ætti við þeim. Dómurinn er mjög afgerandi og fordæmisgefandi út frá þessari þriggja ára reglu.“ Sjómannafélaginu var gert að greiða 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og 750.000 krónur til Heiðveigar fyrir málskostnaði. Heiðveig bendir á að hin háa upphæð sem þar um ræðir undirstriki hversu alvarlega félagið er talið hafa brotið gegn lýðræðislegum réttindum. „Við vorum að leita af sektum og ég man eftir 300 þúsund króna sekt síðast fyrir löngu, löngu síðan. Þannig að þetta er ofboðslega há sekt í samhengi félagsdóms.“ Heiðveg telur rétt að þeir núverandi stjórnarmeðlimir sem tóku þátt í þeim gjörningi að vísa henni úr félaginu ættu með réttu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. „Vegna þess að það má ekki gleyma því líka að þetta er gríðarlegur kostnaður fyrir félagið að hafa þurft að taka þátt í þessu. Þeir þurfa líka að greiða málskostnað, minn kostnaður var um 2,2 milljónir og það er örugglega svipað hinum megin ef ekki hærra.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Heiðveigu hér að ofan
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon