Innlent

Rannsaka meint mansal og vændi

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Lögreglan hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters.
Lögreglan hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters. Vísir/Egill

Skemmtistaðurinn Shooters er einn þeirra staða þar sem lögregla gerði húsleit í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags. Farið var í átta húsleitir og tíu manns yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar.

Rannsóknin er unnin í samstarfi við Skattrannsóknarstjóra og beinist að skipulagðri brotastarfsemi samkvæmt tilkynningu lögreglu, sem verst að öðru leyti allra frétta. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur rannsóknin að skattalagabrotum, ætluðu mansali og milligöngu um vændi.  

Shooters er í eigu Kristjáns Georgs Jósteinssonar sem er einn þriggja ákærðra í innherjasvikamáli Icelandair.


Tengdar fréttir

Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×