Viðskipti erlent

Svona er hægt að eyða skilaboðum í Messenger

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tiltölulega óflókin aðgerð.
Tiltölulega óflókin aðgerð. Mynd/Facebook

Um ári eftir að tilkynnt var að Facebook væri að vinna að leið til þess að notendur geti eytt skilaboðum í spjallforritinu Messenger þannig að enginn sjái þau er það nú loks hægt. Notendur þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem þeir hafa aðeins tíu mínútur til þess að eyða hverjum skilaboðum.

Eftir að í ljós kom að Mark Zuckerberg og aðrir yfirmenn Facebook gátu eytt skilaboðum að vild, eitthvað sem komst upp þegar gamlir vinir stofnanda Facebook uppgötvuðu að gömul skilaboð frá honum var horfin, varð krafan um að notendur gæt gert slíkt hið sama háværari.

Hingað til hafa notendur getað eytt skilaboðum sem þeir senda á Messenger en skilaboðin þurrkast þó aðeins út þeirra megin. Þetta er því í fyrsta skipti sem boðið er upp á að fjarlægja skilaboð áður en notandinn á hinni línunni sér þau.

Viðtakandinn mun þó alltaf fá meldingu um að skilaboðum hafi verið eytt

Í apríl á síðasta ári var tilkynnt að Facebook væri að vinna að slíkri uppfærslu og er hún nú mætt á svæðið með nýjustu uppfærslu Messenger-forritsins. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að notendur geta aðeins eytt skilaboðum sem eru tíu mínútuna gömul eða yngri.

Því er ljóst að spjallarar þurfa að hafa hraðar hendur, sjái þeir eftir skilaboðum sem þeir senda. Sé notandi að spjalla í forritinu í síma þarf einungis að smella á skilaboðin sem óskað er eftir að eyða. Þá kemur upp valmynd þar sem hægt er að velja hvort að skilaboðunum verði eytt þannig að hvorki sendandinn né viðtakendur skilaboðanna sjái þau, eða einungis sendandinn.

Sé verið að spjalla í Messenger í gegnum tölvu birtast þrír punktar við hlið skilaboðanna, sé smellt á þá opnast sama valmynd.

Notendur ættu þó að hafa í huga að viðtakandinn mun fá meldingu um að skilaboðum í samtalinu hafi verið eytt.

Nánari umfjöllun um þessa viðbót við Messenger-spjallforritið má lesa á vef Wired.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
2,21
10
142.308
KVIKA
2,21
13
48.373
REGINN
1,72
8
391.800
EIM
1,46
2
8.788
REITIR
1,33
5
168.455

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-1,16
10
6.635.009
SIMINN
-0,74
4
120.650
ORIGO
-0,71
3
12.146
MARL
-0,38
12
120.833
HAGA
-0,34
3
44.480
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.