Erlent

Lögðu hald á meira hass í Kristjaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Kristjanía er heimsfræg fyrir hið svokallaða Pusher Street, þar sem hassverslun var lengi vel við lýði.
Kristjanía er heimsfræg fyrir hið svokallaða Pusher Street, þar sem hassverslun var lengi vel við lýði. Getty/AGF

Lögregla í Danmörku lagði á síðasta ári hald á 710 kíló af hassi í hverfinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Er um 250 kílóa aukning frá fyrra ári.

Anne Tønnes, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn, segir að aukningin sé ekki endilega merki um aukin hassviðskipti í Kristjaníu, heldur frekar til merkis um aukna nærveru lögreglunnar í hverfinu.

„Þetta er niðurstaða átaks sem við hófum í maí á síðasta ári. Við erum með aukna nærveru á Pusher Street, bæði þegar kemur að eftirliti og hreinsunar sölubásanna,“ segir Tønnes.

Handtökum hefur sömuleiðis fjölgað í Kristjaníu, en sjö hundruð manns voru handteknir á nýliðnu ári, samanborið við 183 árið 2017.

Þá var hald lagt á 6,2 milljónir danskra króna í reiðufé á síðasta ári, en upphæðin var 1,4 milljónir árið þar áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×