Mæðgin reyndu ítrekað að vara Apple við Facetime-gallanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 20:29 Málið þykir neyðarlegt fyrir Apple sem segist leggja mikið upp úr friðhelgi einkalífsins samamber þessa risavöxnu auglýsingu. Getty/David Becker Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu. Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu.
Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent