Veiði

Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið

Karl Lúðvíksson skrifar
Haugur er ein veiðnasta flugan sumarið 2018
Haugur er ein veiðnasta flugan sumarið 2018
Nú sitja veiðimenn líklega sveittir við fluguhnýtingar og búa sig undir átök komandi veiðitímabils en það eru nokkrar flugur sem verða líklega hnýttar meira en aðrar.

Við ætlum að taka fyrir næstu daga nokkrar flugur sem okkur finnst skylda að eiga í boxinu fyrir komandi sumar.  Valið á þessum flugum er og verður auðvitað ekki óumdeilt en þegar veiðibækur síðasta sumars eru skoðaðar þá er greinilegt að sumar flugur eru vinsælli en aðrar.  Kannski þess vegna eru þær að gefa mikinn afla eða eru þær veiðnari og þess vegna notaðar meira?  Það má víst lengi ræða þann vinkil á málinu.

Laxaflugur gefa sumar vel fyrst á tímabilinu og svo eru aðrar sem gefa betur seinna á tímabilinu og ein kenningin sem gæti skýrt þetta er að sjón laxins breytist eftir dvöl í ferskvatni og hann fer að sjá aðra liti heldur en þegar hann er nýgenginn úr sjó.  Þegar við skoðum hvaða þrjár flugur við mælum með í boxinu skulum við byrja á flugum sem við notum gjarnan fyrra hluta tímabilsins en við ætlum okkur alveg að sleppa því að nefna Rauða og Svarta Frances.  Það virðist bara segja sig sjálft að þær eiga allir að hafa klárar sem og Sunray og hitch túpur.

Fyrsta flugan er Haugur.  Þetta er að verða ein gjöfulasta flugan í íslenskum ám og það sem virðist vera nokkuð áberandi er að hvað hún er gjöful í stærðum 16-18#.  Fluga númer tvö er Black & Blue en hún er af mörgum talin ein af bestu "leitarflugum" í ám landsins og það eru margir sem hafa svo mikið dálæti á henni að fáar aðrar flugur virðast komast undir.  Hún hefur eiginlega tekið sviðið af Bluecharm sem þó er ennþá mikið notuð fluga en kemst ekki í boxið ef þú átt bara að velja þrjár flugur.  Þriðja flugan er Collie Dog.  Hún er í raun bara eins og Sunray á krók með silvur búk.  Hún virðist veiða vel með löngum væng og á strippi jafnt og dauðareki og er eins og Black and Blue afskaplega góð fluga til að leita að laxi.  Myndir og útgáfur af flugunum eru mismunandi og það eru margar góðar myndir af þeim til að hnýta eftir á vefnum það er bara spurning um að velja þá sem þér finnst veiðilegust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.