Innlent

Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einn lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli á þriðja tímanum í gær.
Einn lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli á þriðja tímanum í gær. Aðsent

Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt.



Þetta segir Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingar og rannsakandi hjá flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa í samtali við Vísi.



Tilkynning um að flugvél hefði hlekkst á í flugtaki barst viðbragðsaðilum klukkan 14:25 í gær. Flugmaðurinn var einn um borð í vélinni en hann lést þegar vélin skall til jarðar í flugtaki.



Flak vélarinnar var fjarlægt af vettvangi og flutt til Reykjavíkur í geymslu sem rannsóknarnefnd er með til umráða. Nú fer í hönd frumrannsókn og gagnaöflun.



Ragnar segir að flugvélin, sem var eins hreifils vél, hafi verið heimasmíðuð eftirlíking af tegundinni Piper P-12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×