Sveppur sem ógnar bananaframleiðslu heimsins hefur náð til Suður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 14:16 Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi. Vísri/Getty Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar. Kólumbía Matur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar.
Kólumbía Matur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira