Kartaflan góða Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Ég lenti í Dublin í morgun. Fram undan er jólastemning í félagsskap dætra minna. Þrátt fyrir að þekkja borgina ekki mikið líður mér nú samt eins og við séum komnar heim og finn að ég elska Írland dálítið. Það þarf kannski ekki að þekkja Íra svo mikið til þess að elska þá. Írska eldhúsið er heiðarlegt eins og hið íslenska og skyldleikinn birtist víða. Við erum þeir. Þegar við gengum inn á hótel gerði ég þess vegna það eina eðlilega og rétta í stöðunni og bað dóttur mína með fallega rauða hárið um að fara fyrir hópnum, rífandi stolt af framlagi mínu til þessa sameiginlega áhrifasvæðis rauðhærðra. Írarnir eru gestrisnir, virðast slakir og eru strangtrúaðir. Munurinn á okkur og þeim er kannski sá að þeir vita að þeir eru trúaðir. Stærsta áhyggjuefni þessarar ferðar tengist einmitt trúnni á hið góða, en það eru vangaveltur 6 ára stelpu um aðgengi jólasveinanna að 6. hæð hótels í miðborg Dublin. Þar stendur skórinn hennar nú úti í glugga ásamt handskrifuðu bréfi. Eldri systur hennar hafa blessunarlega flutt þetta mál fyrir stúlkuna af mikilli sannfæringu, og jafnvel eldmóði, um réttmætar væntingar þess að hún fái eitthvað fallegt í skóinn, þótt skórinn sé nú staðsettur í landi kartöflunnar. Hún á enda allt gott skilið. Það er nálægðin og einmitt skyldleikinn við Íra sem gerir að verkum að jólasveinarnir munu hreint ekki gleyma íslenskum börnum í Írlandi. Auðvitað munu Bjúgnakrækir, Gluggagægir og Gáttaþefur líka sinna herbergi 615 á Academy Plaza Hotel í Dublin. Ferðafélagar hennar hlakka svo til að njóta næstu daga í Írlandi. Og móðirin er þakklát fyrir jólastemningu á áhrifasvæði kolvetna og ætlar að njóta góðu kartöflunnar í öll mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Ég lenti í Dublin í morgun. Fram undan er jólastemning í félagsskap dætra minna. Þrátt fyrir að þekkja borgina ekki mikið líður mér nú samt eins og við séum komnar heim og finn að ég elska Írland dálítið. Það þarf kannski ekki að þekkja Íra svo mikið til þess að elska þá. Írska eldhúsið er heiðarlegt eins og hið íslenska og skyldleikinn birtist víða. Við erum þeir. Þegar við gengum inn á hótel gerði ég þess vegna það eina eðlilega og rétta í stöðunni og bað dóttur mína með fallega rauða hárið um að fara fyrir hópnum, rífandi stolt af framlagi mínu til þessa sameiginlega áhrifasvæðis rauðhærðra. Írarnir eru gestrisnir, virðast slakir og eru strangtrúaðir. Munurinn á okkur og þeim er kannski sá að þeir vita að þeir eru trúaðir. Stærsta áhyggjuefni þessarar ferðar tengist einmitt trúnni á hið góða, en það eru vangaveltur 6 ára stelpu um aðgengi jólasveinanna að 6. hæð hótels í miðborg Dublin. Þar stendur skórinn hennar nú úti í glugga ásamt handskrifuðu bréfi. Eldri systur hennar hafa blessunarlega flutt þetta mál fyrir stúlkuna af mikilli sannfæringu, og jafnvel eldmóði, um réttmætar væntingar þess að hún fái eitthvað fallegt í skóinn, þótt skórinn sé nú staðsettur í landi kartöflunnar. Hún á enda allt gott skilið. Það er nálægðin og einmitt skyldleikinn við Íra sem gerir að verkum að jólasveinarnir munu hreint ekki gleyma íslenskum börnum í Írlandi. Auðvitað munu Bjúgnakrækir, Gluggagægir og Gáttaþefur líka sinna herbergi 615 á Academy Plaza Hotel í Dublin. Ferðafélagar hennar hlakka svo til að njóta næstu daga í Írlandi. Og móðirin er þakklát fyrir jólastemningu á áhrifasvæði kolvetna og ætlar að njóta góðu kartöflunnar í öll mál.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun