Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2018 09:26 Árni Kristinn með einn vænann úr Eystri Rangá í fyrrahaust. Núna fer tími stóru hænganna að renna upp. Mynd: HH Nýjar tölur voru birtar um aflabrögð laxveiðiánna í gærkvöldi og Það er greinilega komin haustbragur í nokkrar árnar. Það hefur hægt aðeins á veiðinni á vesturlandi en það skýrist helst vegna lækkandi vatns og vatnsleysis í sumum ánum. Það virðist þó vera gott magn af laxi í ánum á vesturlandi svo haustið gæti orðið gott þegar það fer að rigna aftur og þá geta sumar árnar gefið virkilega vel og á þetta við t.d. um árnar í dölunum sem geta átt góða spretti í september. Veiðin í Eystri Rangá hefur verið mjög góð í ágúst og hafa dottið inn nokkrir 100 laxa dagar sem hafa lyft ánni upp í efsta sætið á listanum. Heildarveiðin í henni er komin í 2.651 lax og gæti vel tvöfaldast eða sem næst því áður en yfir líkur enda er nóg eftir af veiðitímanum í henni. Nú eru þrjár ár komnar yfir 2.000 laxa og fimm ár komnar yfir 1.000 laxa. Það gætu einhverjar ár bæst á þann lista en til þess þarf góðann endasprett og rigningar til að hreyfa aðeins við hlutunum. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Eystri Rangá 2.651 lax 2. Ytri Rangá 2.288 laxar 3. Þverá/Kjarrá 2.202 laxar 4. Miðfjarðará 1.863 laxar 5. Norðurá 1.455 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Nýjar tölur voru birtar um aflabrögð laxveiðiánna í gærkvöldi og Það er greinilega komin haustbragur í nokkrar árnar. Það hefur hægt aðeins á veiðinni á vesturlandi en það skýrist helst vegna lækkandi vatns og vatnsleysis í sumum ánum. Það virðist þó vera gott magn af laxi í ánum á vesturlandi svo haustið gæti orðið gott þegar það fer að rigna aftur og þá geta sumar árnar gefið virkilega vel og á þetta við t.d. um árnar í dölunum sem geta átt góða spretti í september. Veiðin í Eystri Rangá hefur verið mjög góð í ágúst og hafa dottið inn nokkrir 100 laxa dagar sem hafa lyft ánni upp í efsta sætið á listanum. Heildarveiðin í henni er komin í 2.651 lax og gæti vel tvöfaldast eða sem næst því áður en yfir líkur enda er nóg eftir af veiðitímanum í henni. Nú eru þrjár ár komnar yfir 2.000 laxa og fimm ár komnar yfir 1.000 laxa. Það gætu einhverjar ár bæst á þann lista en til þess þarf góðann endasprett og rigningar til að hreyfa aðeins við hlutunum. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Eystri Rangá 2.651 lax 2. Ytri Rangá 2.288 laxar 3. Þverá/Kjarrá 2.202 laxar 4. Miðfjarðará 1.863 laxar 5. Norðurá 1.455 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði