Lokatölur komnar úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2018 08:28 Lokatölur eru komnar úr Norðurá. Nú standa yfir síðustu dagarnir í flestum laxveiðiánum og lokatölur eru þegar farnar að berast. Veiði er lokið í Norðurá og voru lokatölur úr henni 1.692 laxar en veiðin í fyrrasumar var 1.719 laxar svo áin er svo gott sem á pari. Síðustu tvær vikurnar kom góður kippur í veiðina en 29.ágúst til 5. september veiddust 112 laxar og vikuna 5-12. september veiddust 82 laxar sem er ljómandi fín veiði miðað við árstíma. Til samanburðar veiddust ekki nema 32 laxar vikunar 22-29. ágúst. Þetta sumar er rétt yfir meðalveiðinni í ánni sem er um 1.600 laxar á ári en mesta veiðin í Norðurá var sumarið 2008 þegar það veiddust 3.307 laxar. Minnsta veiðin var aftur á móti árið 1984 þegar það veiddust ekki nema 856 laxar. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði
Nú standa yfir síðustu dagarnir í flestum laxveiðiánum og lokatölur eru þegar farnar að berast. Veiði er lokið í Norðurá og voru lokatölur úr henni 1.692 laxar en veiðin í fyrrasumar var 1.719 laxar svo áin er svo gott sem á pari. Síðustu tvær vikurnar kom góður kippur í veiðina en 29.ágúst til 5. september veiddust 112 laxar og vikuna 5-12. september veiddust 82 laxar sem er ljómandi fín veiði miðað við árstíma. Til samanburðar veiddust ekki nema 32 laxar vikunar 22-29. ágúst. Þetta sumar er rétt yfir meðalveiðinni í ánni sem er um 1.600 laxar á ári en mesta veiðin í Norðurá var sumarið 2008 þegar það veiddust 3.307 laxar. Minnsta veiðin var aftur á móti árið 1984 þegar það veiddust ekki nema 856 laxar.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði