Lokatölur komnar úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2018 08:28 Lokatölur eru komnar úr Norðurá. Nú standa yfir síðustu dagarnir í flestum laxveiðiánum og lokatölur eru þegar farnar að berast. Veiði er lokið í Norðurá og voru lokatölur úr henni 1.692 laxar en veiðin í fyrrasumar var 1.719 laxar svo áin er svo gott sem á pari. Síðustu tvær vikurnar kom góður kippur í veiðina en 29.ágúst til 5. september veiddust 112 laxar og vikuna 5-12. september veiddust 82 laxar sem er ljómandi fín veiði miðað við árstíma. Til samanburðar veiddust ekki nema 32 laxar vikunar 22-29. ágúst. Þetta sumar er rétt yfir meðalveiðinni í ánni sem er um 1.600 laxar á ári en mesta veiðin í Norðurá var sumarið 2008 þegar það veiddust 3.307 laxar. Minnsta veiðin var aftur á móti árið 1984 þegar það veiddust ekki nema 856 laxar. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði
Nú standa yfir síðustu dagarnir í flestum laxveiðiánum og lokatölur eru þegar farnar að berast. Veiði er lokið í Norðurá og voru lokatölur úr henni 1.692 laxar en veiðin í fyrrasumar var 1.719 laxar svo áin er svo gott sem á pari. Síðustu tvær vikurnar kom góður kippur í veiðina en 29.ágúst til 5. september veiddust 112 laxar og vikuna 5-12. september veiddust 82 laxar sem er ljómandi fín veiði miðað við árstíma. Til samanburðar veiddust ekki nema 32 laxar vikunar 22-29. ágúst. Þetta sumar er rétt yfir meðalveiðinni í ánni sem er um 1.600 laxar á ári en mesta veiðin í Norðurá var sumarið 2008 þegar það veiddust 3.307 laxar. Minnsta veiðin var aftur á móti árið 1984 þegar það veiddust ekki nema 856 laxar.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði