„Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. janúar 2018 06:32 Mark Zuckerberg bregst við gagnrýni og boðar breytingar. Vísir/Getty Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum. Minni líkur verða því á að færslu þeirra rati fyrir augu almennra notenda á Facebook. Þess í stað mun samfélagsmiðillinn leggja áherslu á færslur sem vekja upp umræður meðal vina og fjölskyldumeðlima og reyna þannig að tryggja að innlegg með persónulega skírskotun fari ekki framhjá notendum Facebook. Fyrirtæki og fjölmiðlar mega því gera ráð fyrir að vinsældir færslna þeirra muni minnka tilfinnanlega á næstu vikum. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að þetta sé gert til að bregðast við gagnrýni notenda. Þeim hafi þótt færslur fyrirtækja taka of mikið pláss á fréttaveitunni sinni og að persónulegar færslur vina og vandamanna liðu fyrir það. „Með þessum breytingum býst ég við að fólk muni verja minni tíma á Facebook og að einhver virkni muni minnka,“ er haft eftir Zuckerberg á vef breska ríkisútvarpsins. „En tíminn sem það ver á Facebook verður notendunum vonandi þeim mun dýrmætari fyrir vikið.“ Zuckberg lýsti því í upphafi árs að hann hygðist „laga Facebook“ eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni vegna falsfrétta á miðlinum í aðdraganda kosninga síðustu ára. Prófessor í fjölmiðlafræði við Harvard segir að fyrirhugaðar breytingar á Facebook séu „stórvægilegar“ enda muni þær leiða til þess að fréttir, og um leið falsfréttir, rati síður til notenda. Aftur á móti þurfi Facebook að útskýra betur hvaða færslur verða dregnar fram í sviðsljósið og hverjar ekki. Aðeins þær umdeildustu, sem vekja mikið umtal, eða jafnvel umræður innan þeirra hópa sem notandinn skráir sig í? Það liggi ekki fyrir sem stendur. Facebook Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum. Minni líkur verða því á að færslu þeirra rati fyrir augu almennra notenda á Facebook. Þess í stað mun samfélagsmiðillinn leggja áherslu á færslur sem vekja upp umræður meðal vina og fjölskyldumeðlima og reyna þannig að tryggja að innlegg með persónulega skírskotun fari ekki framhjá notendum Facebook. Fyrirtæki og fjölmiðlar mega því gera ráð fyrir að vinsældir færslna þeirra muni minnka tilfinnanlega á næstu vikum. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að þetta sé gert til að bregðast við gagnrýni notenda. Þeim hafi þótt færslur fyrirtækja taka of mikið pláss á fréttaveitunni sinni og að persónulegar færslur vina og vandamanna liðu fyrir það. „Með þessum breytingum býst ég við að fólk muni verja minni tíma á Facebook og að einhver virkni muni minnka,“ er haft eftir Zuckerberg á vef breska ríkisútvarpsins. „En tíminn sem það ver á Facebook verður notendunum vonandi þeim mun dýrmætari fyrir vikið.“ Zuckberg lýsti því í upphafi árs að hann hygðist „laga Facebook“ eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni vegna falsfrétta á miðlinum í aðdraganda kosninga síðustu ára. Prófessor í fjölmiðlafræði við Harvard segir að fyrirhugaðar breytingar á Facebook séu „stórvægilegar“ enda muni þær leiða til þess að fréttir, og um leið falsfréttir, rati síður til notenda. Aftur á móti þurfi Facebook að útskýra betur hvaða færslur verða dregnar fram í sviðsljósið og hverjar ekki. Aðeins þær umdeildustu, sem vekja mikið umtal, eða jafnvel umræður innan þeirra hópa sem notandinn skráir sig í? Það liggi ekki fyrir sem stendur.
Facebook Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira