Endurkalla þurrmjólk í 83 löndum vegna salmonellu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 07:55 Vísir/EPA Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga.
Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24