Adidas, Burberry og pólitísk skilaboð fyrir unga fólkið Ritstjórn skrifar 16. janúar 2018 10:30 Glamour/Skjáskot Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg. Mest lesið Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Diane Kruger vann gullpálmann í Cannes Glamour Bestu tískuaugnablik Prince Glamour Lady Gaga fær ekki nóg af stuttum stuttbuxum Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour
Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg.
Mest lesið Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Diane Kruger vann gullpálmann í Cannes Glamour Bestu tískuaugnablik Prince Glamour Lady Gaga fær ekki nóg af stuttum stuttbuxum Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour