Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Barcelona og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Stefán Rafn Sigurmannsson, félagi hans úr Hafnarfirðinum, skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum í leiknum og var markahæstur leikmanna ungverska liðsins.

PSG hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Kiel komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og jöfnuðu leikinn á 43. mínútu, 20-20.
PSG náði síðan að klára síðustu sókn leiksins og skildu liðin því jöfn. Eitt stig var nóg fyrir Kiel til þess að fara upp í 4. sæti síns riðils og mæti þeir því Pick Szeged í 16-liða úrslitum.