Gaf drottningunni syngjandi hamstur Ritstjórn skrifar 9. janúar 2018 20:00 Kensington House. Við þekkjum flest að það að finna réttu jólagjafirnar getur verið þrautin þyngri. Sérstaklega fyrir tengdafjölskylduna, svo ekki sé minnst á þegar þetta eru fyrstu jólin þín hjá þeim. Eins og hjá tilvonandi prinsessunni Meghan Markle sem eyddi jólunum í faðmi bresku konungsfjölskyldunnar í fyrsta sinn. Það er víst hefð innan fjölskyldunnar að gefa hvort öðru grín jólagjafir og Markle lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Hún ákvað að gefa Elísabetu Bretadrottningu syngjandi hamstur í jólagjöf. Jólagjöfin sló víst í gegn og sagði drottningin að hamsturinn mundi eflaust sóma sér vel með hundunum sínum. Vel gert hjá tilvonandi prinsessunni sem gengur að eiga Harry prins í vor - og við munum fylgjast vel með brúðkaupsundirbúningnum. Mest lesið Gestirnir á Wimbledon Glamour Flottustu töskurnar frá tískumánuðinum Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Flóamarkaður í anda Vetements Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour
Við þekkjum flest að það að finna réttu jólagjafirnar getur verið þrautin þyngri. Sérstaklega fyrir tengdafjölskylduna, svo ekki sé minnst á þegar þetta eru fyrstu jólin þín hjá þeim. Eins og hjá tilvonandi prinsessunni Meghan Markle sem eyddi jólunum í faðmi bresku konungsfjölskyldunnar í fyrsta sinn. Það er víst hefð innan fjölskyldunnar að gefa hvort öðru grín jólagjafir og Markle lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Hún ákvað að gefa Elísabetu Bretadrottningu syngjandi hamstur í jólagjöf. Jólagjöfin sló víst í gegn og sagði drottningin að hamsturinn mundi eflaust sóma sér vel með hundunum sínum. Vel gert hjá tilvonandi prinsessunni sem gengur að eiga Harry prins í vor - og við munum fylgjast vel með brúðkaupsundirbúningnum.
Mest lesið Gestirnir á Wimbledon Glamour Flottustu töskurnar frá tískumánuðinum Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Flóamarkaður í anda Vetements Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour