Kampakátir GOG-menn segjast vera að fá líkamlegt undur í Arnari Frey Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2018 15:30 Arnar Freyr Arnarsson í Meistaradeildarleik á móti Veszprém. epa/BOGLARKA BODNAR Eins og greint var frá í morgun skiptir íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson um lið í sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku frá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þessi 22 ára gamli strákur fór frá Fram til Kristianstad fyrir tveimur árum og er búinn að vinna sænsku deildina tvívegis en fátt virðist stoppa liðið á leið sinni að þriðja titlinum á þremur árum. GOG er að safna liði fyrir næstu leiktíð en ljóst er að það missir markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Nicklas Kirkelökke, til Rhein-Neckar Löwen og markvörðurinn þrautreyndi Ole Erevik leggur skóna á hilluna. Annar tveggja línumanna liðsins, Lars Hold, mun sömuleiðis að leggja skóna á hilluna og því er GOG að fá Arnar Frey. GOG hefur alltaf viljað spila á ungu liði og því eru menn á Fjóni heldur betur sáttir að yngja svona upp samkvæmt dönskum miðlum. Arnar Freyr er glæsilegt eintak af karlmanni en hann er 201 cm á hæð og 113 kíló með mikla reynslu úr sænsku deildinni og sömuleiðis úr Meistaradeildinni. Þetta kunna GOG-menn að meta. „Hann er líkamlegt undur. Hann er ungur sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur gert það gott með Kristianstad í nokkur ár. Hann er með reynslu frá íslenska landsliðinu og úr Meistaradeildinni. Hann smellpassar inn í okkar framtíðarplön,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá GOG, við TV2. Íslenska landsliðið er í miklum vandræðum þegar kemur að línumannsstöðunni en lengi hefur okkur vantar línumenn sem að spila bæði vörn og sókn á hæsta þrepi. GOG ætlar að hjálpa okkur Íslendingum með það. „Hann mun spila vörn og sókn. Hann mun spila miðvörð í varnarleiknum og vera á línunni í sóknarleiknum. Við getum vonandi nýtt alþjóðlega reynslu hans á næsta ári því við ætlum okkur að vera í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir Kasper Jörgensen. Handbolti Tengdar fréttir Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun skiptir íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson um lið í sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku frá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þessi 22 ára gamli strákur fór frá Fram til Kristianstad fyrir tveimur árum og er búinn að vinna sænsku deildina tvívegis en fátt virðist stoppa liðið á leið sinni að þriðja titlinum á þremur árum. GOG er að safna liði fyrir næstu leiktíð en ljóst er að það missir markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Nicklas Kirkelökke, til Rhein-Neckar Löwen og markvörðurinn þrautreyndi Ole Erevik leggur skóna á hilluna. Annar tveggja línumanna liðsins, Lars Hold, mun sömuleiðis að leggja skóna á hilluna og því er GOG að fá Arnar Frey. GOG hefur alltaf viljað spila á ungu liði og því eru menn á Fjóni heldur betur sáttir að yngja svona upp samkvæmt dönskum miðlum. Arnar Freyr er glæsilegt eintak af karlmanni en hann er 201 cm á hæð og 113 kíló með mikla reynslu úr sænsku deildinni og sömuleiðis úr Meistaradeildinni. Þetta kunna GOG-menn að meta. „Hann er líkamlegt undur. Hann er ungur sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur gert það gott með Kristianstad í nokkur ár. Hann er með reynslu frá íslenska landsliðinu og úr Meistaradeildinni. Hann smellpassar inn í okkar framtíðarplön,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá GOG, við TV2. Íslenska landsliðið er í miklum vandræðum þegar kemur að línumannsstöðunni en lengi hefur okkur vantar línumenn sem að spila bæði vörn og sókn á hæsta þrepi. GOG ætlar að hjálpa okkur Íslendingum með það. „Hann mun spila vörn og sókn. Hann mun spila miðvörð í varnarleiknum og vera á línunni í sóknarleiknum. Við getum vonandi nýtt alþjóðlega reynslu hans á næsta ári því við ætlum okkur að vera í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir Kasper Jörgensen.
Handbolti Tengdar fréttir Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15