Landsliðsmenn fá meiri hvíld og Meistaradeildarliðum fækkar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:00 Síðasta vetur kom upp sú staða að Rhein-Neckar Löwen átti að spila leik í Meistaradeild Evrópu og þýsku Bundesligunni sama daginn. vísir/getty Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram. Handbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram.
Handbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira