Landsliðsmenn fá meiri hvíld og Meistaradeildarliðum fækkar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:00 Síðasta vetur kom upp sú staða að Rhein-Neckar Löwen átti að spila leik í Meistaradeild Evrópu og þýsku Bundesligunni sama daginn. vísir/getty Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram. Handbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram.
Handbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira