Handbolti

Noregur hefja titilvörnina á tapi á Evrópumótinu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Titilvörnin byrjar ekki vel hjá Þóri og lærimeyjum hans
Titilvörnin byrjar ekki vel hjá Þóri og lærimeyjum hans vísir/getty
Norska kvennalandsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar hófu titilvörn sína á Evrópumótinu með eins marks tapi gegn Þjóðverjum en mótið fer fram Frakklandi.



Leikurinn var í járnum allan tímann. Liðin skiptust á að hafa forystu í leiknum í fyrri hálfleik en þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Norðmenn þriggja marka forystu. Þjóðverjar söxuðu hins vegar á forystuna undir lok fyrri hálfleiks og leiddi Noregur með einu marki, 16-15 er flautað var til hálfleiks.



Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik en eftir um 40 mínútna leik náðu Þjóðverjar góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir. Forystunni héldu þær þangað til um sjö mínútur voru til leiksloka þegar Noregur jafnaði leikinn.



Lokamínúturnar voru æsispennandi en sigurmarkið kom þegar 23 sekúndur voru til leiksloka, og var það Þjóðverja. Sterk byrjun hjá Þýskalandi en lærimeyjar Þóris byrja á tapi. Liðin leika í D-riðli mótsins.



Einn leikur var í C-riðli en þá mættust Ungverjaland og Holland.



Allt var jafnt í hálfleik 11-11 en Hollendingar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og náðu góðri forystu sem þær héldu út allan leikinn. Lokatölur 28-25, Hollandi í vil. Sterk byrjun hjá Hollendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×