Handbolti

Fuche Berlin hafði betur í Íslendingaslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. vísir/getty
Fuche Berlin hafði betur gegn Aalborg í EHF-bikarnum í handbolta í dag en þrír Íslendingar voru í eldínunni.

 

Það voru liðsmenn danska liðsins sem byrjuðu leikinn heldur betur og voru með forystuna framan af leik og héldu þeir forystu sinni í hálfleiknum en þá var staðan 13-11.

 

Í seinni hálfleiknum virtist hinsvegar eins og liðsmenn þýska liðsins hafi einfaldlega vaknað og tekið stjórnina á leiknum.

 

Liðsmenn Fuchse Berlin jöfnuðu fljótlega metin, og unnu síðan upp góða forystu sem endaði síðan í fimm marka sigri, 28-23.

 

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk í sigri Berlin á meðan Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark fyrir Aalborg en Janus Daði ekki neitt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×