Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 19. nóvember 2018 11:41 Næsta helgi er síðasta helgin þar sem má veiða rjúpu. Helgin sem leið var heldur óhagstæð til rjúpnaveiða enda veður slæmt og af því sem við höfum heyrt voru fáir sem gengu til fjalla. Í þeim landshlutum þar sem veður var skárra eru einhverjar fréttir en samt lítur út fyrir að það hafi dregið mikið úr sókn í rjúpuna. Það sem ræður líklega miklu er að margir eru komnir með það sem þeir þurfa í jólamatinn og hafa lagt byssunni fram á næsta tímabil. Þeir sem eiga eftir að ná í einhverja fugla ætla sér líklega stóra hluti næstu helgi en spáin er eins og er afskaplega góð fyrir allt landið. Það er spáð björtu hæglætis veðri og hiti verður um frostmark. Þetta finnst mörgum vera skemmtilegustu skilyrðin til veiða en það sem á kannski eftir að vera áskorun er að finna fugl. Nú hefur snjó leyst mikið upp og í þessum hlýindum vill fuglinn oft fara ansi hátt upp og það er eins og skyttur þekkja oft ekkert auðvelt að leita að rjúpu í þessari hæð svo ég tali ekki um þegar það er að mestu snjólaust. Við vonum að sem flestum takist ætlunarverkið að ná í jólarjúpuna en fyrir þá sem ná ekki í rjúpu má líka nefna að það er nóg af annari góðri villibráð eins og önd, gæs og hreindýr en þeir sem eru vanir rjúpunni vilja nú sjaldnast nokkuð annað. Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði
Helgin sem leið var heldur óhagstæð til rjúpnaveiða enda veður slæmt og af því sem við höfum heyrt voru fáir sem gengu til fjalla. Í þeim landshlutum þar sem veður var skárra eru einhverjar fréttir en samt lítur út fyrir að það hafi dregið mikið úr sókn í rjúpuna. Það sem ræður líklega miklu er að margir eru komnir með það sem þeir þurfa í jólamatinn og hafa lagt byssunni fram á næsta tímabil. Þeir sem eiga eftir að ná í einhverja fugla ætla sér líklega stóra hluti næstu helgi en spáin er eins og er afskaplega góð fyrir allt landið. Það er spáð björtu hæglætis veðri og hiti verður um frostmark. Þetta finnst mörgum vera skemmtilegustu skilyrðin til veiða en það sem á kannski eftir að vera áskorun er að finna fugl. Nú hefur snjó leyst mikið upp og í þessum hlýindum vill fuglinn oft fara ansi hátt upp og það er eins og skyttur þekkja oft ekkert auðvelt að leita að rjúpu í þessari hæð svo ég tali ekki um þegar það er að mestu snjólaust. Við vonum að sem flestum takist ætlunarverkið að ná í jólarjúpuna en fyrir þá sem ná ekki í rjúpu má líka nefna að það er nóg af annari góðri villibráð eins og önd, gæs og hreindýr en þeir sem eru vanir rjúpunni vilja nú sjaldnast nokkuð annað.
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði