Lífið

Bein útsending: Lokadagur KEXP á Airwaves

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Útvarpsstöðin KEXP er framarlega í flokki í tónleikaútsendingum á netinu.
Útvarpsstöðin KEXP er framarlega í flokki í tónleikaútsendingum á netinu. Vísir/Vilhelm

Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum hefur sótt Iceland Airwaves hátíðina heim síðan árið 2009. Útvarpsstöðin er einatt með bækistöðvar á farfuglaheimilinu KEX Hostel við Skúlagötu og er engin breyting á því í ár.

Nokkrar sveitir troða upp á Kexinu í dag og má sjá dagskrána hér að neðan. Öllum er frjálst að mæta á meðan húsrúm leyfir.

Neðst í fréttinni má sjá spilara KEXP en einnig má fylgjast með útsendingunni á YouTube-síðu útvarpsstöðvarinnar.

Dagskráin
14:00 Team Dreams
16:30 Teitur Magnússon
19:00 aYia
21:30 Black Midi

Upptaka frá Black Midi

Upptaka frá aYia

Upptaka frá Team Dreams

Upptaka frá Teiti Magnússyni.


Tengdar fréttir

Neon-gul finnsk poppstjarna

Finnska söngkonan Alma spilar á Airwaves-hátíðinni í kvöld. Tónleikar hennar fara fram í Listasafninu en hún er þekkt fyrir bæði líflega framkomu sem og hárlit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.