Ágæt rjúpnaveiði fyrstu helgina Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2018 08:23 Fyrsta helgin á rjúpnaveiðitímabilinu er liðin og þær fréttir sem berast af veiðislóð eru nokkuð misjafnar eftir landshlutum. Það var leiðindaveður víða fyrir norðan sem dró nokkuð úr aðsókn en að sama skapi var mikið af skyttum á ferð í öðrum landshlutum þar sem veðrið var betra. Sem fyrr eru nokkur svæði mikið sótt og á Holtavörðuheiði, við og í kringum heiðarnar við Laugarvatn, Skjaldbreið, Uxahryggi, Bröttubrekku og Auðkúluheiði var mikið af mannskap. Sögur af aflabrögðum eru misjafnar en það voru ansi margir með lítið eða ekkert en hjá þeim sem lentu í fugli var algengt að hver byssa hafi verið með 2-4 fugla eftir daginn á göngu. Mesta veiðin sem við höfum heyrt af var skytta á norðurlandi sem var með 47 fugla eftir helgina og sagði sá ágæti maður að hann væri bara hættur því hann þyrfti ekki meira. Þetta hljómar kannski eins og ríflegur afli en hann er með stórfjölskylduna í mat um jólin. Börn, barnabörn, foreldra og tengdaforeldra eða samtals 26 manns svo það þurfti slatta af fugli til að metta þennan hóp. Nú er önnur helgi að bresta á og spáir nokkuð vel alla dagana á vestur og suðurlandi eða frosti og sól. Það er talsverðri snjókomu spáð fyrir norðan og austan og eru skyttur sem hyggjast halda til veiða þar sem spáin er tvísýn beðnir um að fara varlega og láta vita af ferðum sínum, vera vel búnir og ana ekki út í neina vitleysu. Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði "Þarfnast meiriháttar skoðunar" Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði
Fyrsta helgin á rjúpnaveiðitímabilinu er liðin og þær fréttir sem berast af veiðislóð eru nokkuð misjafnar eftir landshlutum. Það var leiðindaveður víða fyrir norðan sem dró nokkuð úr aðsókn en að sama skapi var mikið af skyttum á ferð í öðrum landshlutum þar sem veðrið var betra. Sem fyrr eru nokkur svæði mikið sótt og á Holtavörðuheiði, við og í kringum heiðarnar við Laugarvatn, Skjaldbreið, Uxahryggi, Bröttubrekku og Auðkúluheiði var mikið af mannskap. Sögur af aflabrögðum eru misjafnar en það voru ansi margir með lítið eða ekkert en hjá þeim sem lentu í fugli var algengt að hver byssa hafi verið með 2-4 fugla eftir daginn á göngu. Mesta veiðin sem við höfum heyrt af var skytta á norðurlandi sem var með 47 fugla eftir helgina og sagði sá ágæti maður að hann væri bara hættur því hann þyrfti ekki meira. Þetta hljómar kannski eins og ríflegur afli en hann er með stórfjölskylduna í mat um jólin. Börn, barnabörn, foreldra og tengdaforeldra eða samtals 26 manns svo það þurfti slatta af fugli til að metta þennan hóp. Nú er önnur helgi að bresta á og spáir nokkuð vel alla dagana á vestur og suðurlandi eða frosti og sól. Það er talsverðri snjókomu spáð fyrir norðan og austan og eru skyttur sem hyggjast halda til veiða þar sem spáin er tvísýn beðnir um að fara varlega og láta vita af ferðum sínum, vera vel búnir og ana ekki út í neina vitleysu.
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði "Þarfnast meiriháttar skoðunar" Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði