Segja Facebook hafa farið leynt með ýktar áhorfstölur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 13:49 Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. vísir/getty Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“ Facebook Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“
Facebook Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira