Lokahollið í Stóru Laxá með 80 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 1. október 2018 11:36 Lokahollið í Stóru Laxá veiddi 80 laxa Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá hefur sýnt það enn einu sinni hvað hún getur átt magnaðann lokahnykk með haustveiðinni. Það er óhætt að segja að það hafi verið gaman hjá þeim sem áttu síðustu tvo dagana í Stóru Laxá á svæðum eitt og tvö en stangirnar fjórar lönduðu 80 löxum á tveimur dögum. Þessi frábæra veiði á lokasprettinum setur ána í um 650 laxa en staðfesting á lokatölum af öllum svæðum er ekki komin. Veiðin síðustu vikuna á svæðum eitt og tvö er búin að vera ævintýralega góð en þessi góða veiði er alls ekki óþekkt í ánni eins og við höfum greint frá en hún var þó óvenjulega seint á ferðinni. Veiði er nú lokið í Stóru Laxá og unnendur hennar þurfa því að bíða eftir næsta sumri til að heimsækja hana aftur og það verður líklega nokkuð sótt í leyfin síðustu dagana 2019 með þeirri von um að svona veiði endurtaki sig. Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Stóra Laxá hefur sýnt það enn einu sinni hvað hún getur átt magnaðann lokahnykk með haustveiðinni. Það er óhætt að segja að það hafi verið gaman hjá þeim sem áttu síðustu tvo dagana í Stóru Laxá á svæðum eitt og tvö en stangirnar fjórar lönduðu 80 löxum á tveimur dögum. Þessi frábæra veiði á lokasprettinum setur ána í um 650 laxa en staðfesting á lokatölum af öllum svæðum er ekki komin. Veiðin síðustu vikuna á svæðum eitt og tvö er búin að vera ævintýralega góð en þessi góða veiði er alls ekki óþekkt í ánni eins og við höfum greint frá en hún var þó óvenjulega seint á ferðinni. Veiði er nú lokið í Stóru Laxá og unnendur hennar þurfa því að bíða eftir næsta sumri til að heimsækja hana aftur og það verður líklega nokkuð sótt í leyfin síðustu dagana 2019 með þeirri von um að svona veiði endurtaki sig.
Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði