Viðskipti erlent

Viskíflaska seld á metfé

Atli Ísleifsson skrifar
Uppboðið fór fram í uppboðshúsinu Bonham í Edinborg í Skotlandi.
Uppboðið fór fram í uppboðshúsinu Bonham í Edinborg í Skotlandi. AP/Andrew Milligan

Mjög sjaldgæf flaska af viskíi seldist á uppboði í Edinborg í Skotlandi fyrir metfé fyrr í dag. Um var að ræða sextíu ára Macallan Valerio Adami 1926 og var hún seld á 848.750 bresk pund, eða um 126 milljónir króna á núvirði.

Samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu Bonham á kaupandinn að vera frá austurlöndum fjær og vera mikill áhugamaður um viskí.

Viskí er sagt vera vinsæll kostur fyrir fjárfesta til að ávaxta pund sitt þegar óvissa ríkir á mörkuðum.

Alls hafa verið framleiddar tólf viskíflöskur með merkimiða sem hannaðir eru af ítalska listamanninum Valerio Adami. Ekki er vitað hvað margar þeirra eru enn í umferð, en ein þeirra er sögð hafa eyðilagst í jarðskjálfta í Japan árið 2011.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.