Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 4. október 2018 21:13 Pétur Ingvarsson er þjálfari nýliða Blika. Vísir/Anton „Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
„Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15