Áhrifavaldar María Bjarnadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Mínir helstu áhrifavaldar eru foreldrar mínir. Þau töldu mér snemma trú um að ég gæti allt sem ég vildi. Þetta var að vissu leyti villandi. Ég er til dæmis ekki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eins og ég óskaði mér að verða þegar ég var 8 ára. Ég hef heldur aldrei verið Fjallkonan á 17. júní þó ég hafi einu sinni hagað mér þannig í veislu sem ég stýrði. En ég kvarta ekki yfir þessum áhrifum, enda svo vel upp alin. Áhrifavaldar í lífi barna eru auðvitað fleiri en foreldrarnir. Sumir snerta líf þeirra með beinum hætti og aðrir eru fyrirmyndir, innblástur eða andhetjur. Foreldrar hafa í margar kynslóðir haft áhyggjur af áhrifamætti dægurmenningarstjarna á börn. Núna hafa bæst við raunveruleikastjörnur, í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum. Ég fylgist oft með áhrifavöldum á samfélagsmiðlum þó ég hafi aldrei þrifið með ediki. Þau eru ekki að veita innsýn í alla þætti lífs síns í hreinu góðgerðarskyni. Þau hafa af því einhvern hag. Í markaðsvæddu nútímasamfélagi er hagurinn oft fjárhagslegur; #kostun, #samstarf, #ad. Það getur bara verið hið besta mál. Það er þó stundum erfitt að horfa upp á umfjöllun áhrifavalda um börnin sín. Það virðist jafnvel gleymast að börn eru ekki framlenging af foreldrum sínum. Þau eru einstaklingar sem eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi. Auðvitað vilja foreldrar deila ýmsu um börnin sín. Áhrifavaldar eins og aðrir foreldrar. Það réttlætir þó ekki að deila öllum smáatriðum í lífi barna með öllum sem hafa áhuga á að sjá, óháð því hvort foreldrarnir, áhrifavaldarnir, hafi fengið kostun á viðburðinn. Áhrifavaldar þurfa að gæta að áhrifum sínum, heima og heiman. Annars er kannski Neytendastofu að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Mínir helstu áhrifavaldar eru foreldrar mínir. Þau töldu mér snemma trú um að ég gæti allt sem ég vildi. Þetta var að vissu leyti villandi. Ég er til dæmis ekki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eins og ég óskaði mér að verða þegar ég var 8 ára. Ég hef heldur aldrei verið Fjallkonan á 17. júní þó ég hafi einu sinni hagað mér þannig í veislu sem ég stýrði. En ég kvarta ekki yfir þessum áhrifum, enda svo vel upp alin. Áhrifavaldar í lífi barna eru auðvitað fleiri en foreldrarnir. Sumir snerta líf þeirra með beinum hætti og aðrir eru fyrirmyndir, innblástur eða andhetjur. Foreldrar hafa í margar kynslóðir haft áhyggjur af áhrifamætti dægurmenningarstjarna á börn. Núna hafa bæst við raunveruleikastjörnur, í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum. Ég fylgist oft með áhrifavöldum á samfélagsmiðlum þó ég hafi aldrei þrifið með ediki. Þau eru ekki að veita innsýn í alla þætti lífs síns í hreinu góðgerðarskyni. Þau hafa af því einhvern hag. Í markaðsvæddu nútímasamfélagi er hagurinn oft fjárhagslegur; #kostun, #samstarf, #ad. Það getur bara verið hið besta mál. Það er þó stundum erfitt að horfa upp á umfjöllun áhrifavalda um börnin sín. Það virðist jafnvel gleymast að börn eru ekki framlenging af foreldrum sínum. Þau eru einstaklingar sem eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi. Auðvitað vilja foreldrar deila ýmsu um börnin sín. Áhrifavaldar eins og aðrir foreldrar. Það réttlætir þó ekki að deila öllum smáatriðum í lífi barna með öllum sem hafa áhuga á að sjá, óháð því hvort foreldrarnir, áhrifavaldarnir, hafi fengið kostun á viðburðinn. Áhrifavaldar þurfa að gæta að áhrifum sínum, heima og heiman. Annars er kannski Neytendastofu að mæta.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun