Stærsti laxinn úr Víðidalsá í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2018 08:45 Jakob með 102 sm hænginn úr SIlungapolli Á þessum síðustu dögum laxveiðitímabilsins koma oft stórir laxar á land og oftar en ekki eru það hængarnir sem veiðimenn eru að kljást við. Veiði er að ljúka í Víðidalsá en þetta sumar hefur verið í rólegri kantinum án þess að það sé talað um lélegt sumar. Það sem gleður þó á þessum síðustu dögum í ánni er að fá fréttir af stórlöxum sem veiðast og það gerðist einmitt í gær þegar Jakob Bjarnason veiddi 102 sm lax í Silungabakka. Silungabakki er ólíkt því sem nafnið gefur til kynna einn af þessum stöðum þar sem stórlaxar eiga það til að liggja á þessum tíma og þessi stórlax lá þar ofarlega í veiðistaðnum. Þetta er stærsti laxinn í sumar úr Víðidalsá sem er nokkuð óvenjulegt en það hafa þó nokkrir teygt sig ansi nálægt 100 sm en engin fyrr en nú farið yfir það. Við óskum Jakobi til lukku með þennan fallega lax og þetta ætti að ýta aðeins við þeim veiðimönnum sem eru að veiða á síðustu dögum ánna í sumar því það er aldrei að vita hvenær stóru drekarnir fara á stjá. Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Takan heldur dauf í kuldanum síðustu daga Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Korpa rannsökuð niður í grunninn Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði
Á þessum síðustu dögum laxveiðitímabilsins koma oft stórir laxar á land og oftar en ekki eru það hængarnir sem veiðimenn eru að kljást við. Veiði er að ljúka í Víðidalsá en þetta sumar hefur verið í rólegri kantinum án þess að það sé talað um lélegt sumar. Það sem gleður þó á þessum síðustu dögum í ánni er að fá fréttir af stórlöxum sem veiðast og það gerðist einmitt í gær þegar Jakob Bjarnason veiddi 102 sm lax í Silungabakka. Silungabakki er ólíkt því sem nafnið gefur til kynna einn af þessum stöðum þar sem stórlaxar eiga það til að liggja á þessum tíma og þessi stórlax lá þar ofarlega í veiðistaðnum. Þetta er stærsti laxinn í sumar úr Víðidalsá sem er nokkuð óvenjulegt en það hafa þó nokkrir teygt sig ansi nálægt 100 sm en engin fyrr en nú farið yfir það. Við óskum Jakobi til lukku með þennan fallega lax og þetta ætti að ýta aðeins við þeim veiðimönnum sem eru að veiða á síðustu dögum ánna í sumar því það er aldrei að vita hvenær stóru drekarnir fara á stjá.
Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Takan heldur dauf í kuldanum síðustu daga Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Korpa rannsökuð niður í grunninn Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði