Erlent

Raun­veru­leika­sjón­varps­stjarna féll út­byrðis af skemmti­ferða­skipi og talin látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Daniel Kublböck.
Daniel Kublböck. Vísir/Getty

Björgunarsveitir og lögregla hafa hætt leit að þýska söngvaranum Daniel Kublböck sem féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi á sunnudagsmorgun við strendur Kanada. Greint er frá á vef BBC.

Málið er nú rannsakað sem mannshvarf en Kublböck féll útbyrðis er skipið var á siglingu í átt að borginni St. Johns á Nýfundnalandi. Í yfirlýsingu frá kanadískum björgunaraðilum segir að „erfið ákvörðun“ hafi verið tekin um að hætta leitinni í morgun. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að afar litlar líkur séu á því að maður, sem falli útbyrðis við strendur Kanada á þessum tíma árs, lifi fallið af.

Skemmtiferðaskipið AidaLuna var á sextán daga siglingu og sigldi úr höfn í Hamborg þann 29. ágúst síðastliðinn.

Daniel Kublböck er 33 ára og skaust upp á stjörnuhimininn í Þýskalandi í raunveruleikaþættinum Germany Seeks the Superstar árið 2003. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum raunveruleikaþáttum í heimalandi sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.