Lífið kynningar

OrganiCup er framtíðin

Halldór Jónsson ehf. kynnir
Mikil vitundavakning hefur átt sér stað síðustu ár um nauðsyn þess að draga úr úrgangi.
Mikil vitundavakning hefur átt sér stað síðustu ár um nauðsyn þess að draga úr úrgangi.

Um það bil helmingur jarðarbúa hefur blæðingar meiri hluta lífs síns. Þrátt fyrir það hafa engar meiriháttar framfarir átt sér stað á sviði tíðavara í meira en hálfa öld.

Með tilkomu dömubinda og tíðatappa hlutu konur aukin þægindi og sem dæmi varð þátttaka í íþróttum einfaldari. Þess má þó geta að dömubindin og tíðatappar innihalda meðal annars bleiki- og ilmefni, krem og fleiri óæskileg efni. Margar konur finna fyrir ertingu og óþægindum.

Í boði er annar möguleiki og hann er ekki bara þægilegri og auðveldari í notkun, hann er líka hagkvæmari og heilsusamlegri.

OrganiCup tíðabikarinn er gerður úr mjúku silíkoni sem einnig er notað í lækningatæki. Hann viðheldur náttúrulegri flóru líkamans, tekur við vökva en drekkur ekki í sig vökva svo þurrkur og sýking heyra sögunni til.

OrganiCup er einfaldur í notkun og tekur við sama magni og þrír tíðatappar. Hann veitir fullkomið hreinlæti og frelsistilfinningu við íþróttaiðkun og jafnvel sund.

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað síðustu ár um nauðsyn þess að draga úr úrgangi og æ fleiri taka ábyrgð og huga að sér og sínu nánasta umhverfi hvað þetta varðar. Í því samhengi er vert að íhuga gríðarlegt magn einnota vara sem fellur til vegna blæðinga kvenna.

Hver kona notar að meðaltali um 30 dömubindi og tíðatappa í hverjum mánuði. Á einu ári gera þetta 360 stykki, á tíu árum 3.600 stykki. Blæðingar þurfa ekki að vera valdur að stórfelldri mengun. Þessu er hægt að breyta.

OrganiCup tíðabikarinn endist í u.þ.b. tíu ár svo með því að skipta einnota tíðavörum út fyrir hann leggur hver og ein kona svo sannarlega sitt að mörkum við að draga úr óþarfa úrgangi.

Tíðabikarinn kemur í tveim stærðum, A og B.

Stærð A er fyrir konur sem eru undir 30 ára og hafa ekki fætt barn.

Stærð B er fyrir konur eldri en 30 ára eða sem hafa fætt barn.


 
    KOSTIR ORGANICUP

  • Endist í 10 ár
  • Getur tekið við miklum vökva
  • Fullkomið hreinlæti
  • Engin óþægindi
  • Umhverfisvænna
  • Allt að 12 klst. hald
  • Engin þalöt, ilmefni, lím eða klór
  • Gerður úr silíkoni sem er ætlað í lækningatæki


Þessi kynning er unnin í samstarfi við söluaðila OrganiCup. OrganiCup fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, á Lyfja.is og á Heimkaup.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.