Enski boltinn

Lloris ældi í bílinn og þurfti aðstoð við að komast úr honum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lloris mætir í réttinn í morgun.
Lloris mætir í réttinn í morgun. vísir/getty

Hugo Lloris, markvörður franska landsliðsins og Tottenham, viðurkenndi fyrir rétti í morgun að hafa verið ölvaður er lögreglan í London stöðvaði hann þann 24. ágúst síðastliðinn.

Áfengismagnið í blóði Lloris var langt yfir leyfilegum mörkum. Hann var húrrandi fullur.

Hart er tekið á þessu broti Lloris því hann var sektaður um 7,5 milljónir króna og þess utan missir hann ökuskírteinið í 20 mánuði.

Lögreglan sá Lloris keyra allt of hægt og var þess utan út um allt á veginum. Hann toppaði það svo með því að keyra yfir á rauðu ljósi.

Er lögreglan stöðvaði Lloris var æla í bílnum og lögreglumennirnir urðu að hjálpa markverðinum úr farartækinu. Hann komst ekki úr bílnum hjálparlaust.

Dómarinn sagði Lloris mega þakka fyrir að hafa ekki slasað eða drepið aðra með háttalagi sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.