Lífið

Ellefu ára dóttir Stefáns minnist föður síns með myndbandi: „Ég mun sakna þín pabbi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Karl Stefánsson kom fólki til að hlæja og nýtti sömuleiðis reynslu sína til að vinna gegn einelti.
Stefán Karl Stefánsson kom fólki til að hlæja og nýtti sömuleiðis reynslu sína til að vinna gegn einelti. Vísir/Andri Marinó

Stórleikarinn Stefán Karl Stefánsson féll frá þann 21. ágúst eftir baráttu við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár.

Dóttir Stefán Karls og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur minnist föður síns með einstaklega fallegu myndbandi inni á YouTube-síðu Stefáns en Júlía Stefánsdóttir er ellefu ára.

Júlía skrifar hugljúf og falleg skilaboð til föður sína í myndbandinu.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verði horft á myndbandið 236 þúsund sinnum en hér að neðan má sjá það.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.