Handbolti

Lloris baðst afsökunar og heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir ölvunarakstur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lloris heldur bandinu hjá Tottenham.
Lloris heldur bandinu hjá Tottenham. vísir/getty

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Hugo Lloris muni halda fyrirliðabandinu hjá Tottenham þrátt fyrir ölvunarakstur.

Lloris var sektaður um 50 þúsund pund eftir að hafa verið gripinn undir áhrifum áfengis er hann keyrði um vegi London í síðustu viku. Hann missti einnig bílprófið í rúmlega eitt og hálft ár.

„Auðvitað sér hann eftir þessu öllu. Allt sem þetta gerðist er ekki gott og honum líður ekki vel. Hann sagðist vera sekur og tók ábyrgðina,” sagði Pochettino um atburðarásina.

„Ég held að mikilvægast sé þó að allir geta gert mistök. Hann gerði mistök og er að gjalda fyrir það. Hann sagðist vera vonsvikinn.”

„Hann kom til mín og sagði: Stjóri. Þetta er mikill lærdómur fyrir mig. Ég gerði mistök og ég þarf að takast á við þau,” en aðspurður hvort að Lloris verði áfram fyrirliði svaraði Pochettino stuttorður:

„Að sjálfsögðu.”


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.