Veiði

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiðisumarið hefur verið yfir meðallagi í það minnsta í ánum á vestur og norðausturlandi.
Veiðisumarið hefur verið yfir meðallagi í það minnsta í ánum á vestur og norðausturlandi. Mynd: KL

Laxveiðin er að nálgast endann þetta sumarið og vikulegar veiðitölur bera vel merki þess að haustbragur er komin á veiðina.

Lokatölur eru komnar úr Norðurá og í næstu viku verða komnar lokatölur úr fleiri ám sem eru að loka næstu daga.  Veiði í náttúrulegu ánum lýkur alveg í september en veiðin í ánum sem er haldið uppi með seiðasleppingum heldur áfram vel inn í október.  Eystri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin með 3.617 laxa og samkvæmt Einari Lúðvíkssyni eru að veiðast 20-25 laxar á dag.  Áin er ekki fullseld en það eru að meðaltali 12-14 stangir við veiðar en alls má veiða á 18 stangir í ánni svo þetta er ágæt meðalveiði á stöng á þessum árstíma.

Sumarið hefur heilt yfir verið ágætt og það eru líklega 18 ár sem eru komnar yfir veiðina í fyrra svo þetta sumar virðist heilt yfir á vesturlandi vera í meðallagi eða aðeins yfir það.  Þverá og Kjarrá bættu heldur betur við töluna í fyrra eða tæpum 400 löxum.  Sama má segja um Haffjarðará en lokatölur sumarsins 2017 þar voru 1.167 laxar en í hún er komin í 1.545 laxa núna.  Það er síðan gaman að sjá að Selá í Vopnafirði hefur verið að eiga mjög gott sumar en heildarveiðin í henni er komin í 1.315 laxa á móti 937 löxum í fyrra.  Þetta er besta sumarið í Selá síðan 2013 en þá veiddust 16.64 laxar í ánni.

Topp fimm árnar samkvæmt listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is

1. Eystri Rangá - 3.617 laxar
2. Ytri Rangá - 3.445 laxar
3. Miðfjarðará - 2.509 laxar
4. Þverá/Kjarrá - 2.445 laxar
5. Norðurá - 1.692 laxarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.