Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2018 09:51 Það er gaman að takast á við sjóbirting Það styttist í að fyrstu árnar í laxveiðinni loki en þó að laxveiðin sé að róast eru góðar fréttir af sjóbirting fyrir austann. Við höfum verið að fá ágætis fréttir af nokkrum veiðislóðum og þar á meðal úr Vatnamótunum en þar virðist veiðin vera að fara ágætlega af stað. Sjóbirtingstímabilið er er detta í gang og það eru flestir sammála um að stofninn virðist vera á uppleið. Það hefur verið eftir því tekið t.d. í Tungulæk, Tungufljóti, Grenlæk og víðar að betri umgengni við stofninn þar á meðal að sleppa stórum fiski aftur er greinilega að hafa góð áhrif. Veiðimenn hafa að sama skapi lagst á sveif með því að gæta hófs í því sem er hirrt. Næstu tveir mánuðir eru besti tíminn og fyrir þá sem náðu ekki úr sér veiðihrollinum í lax og silung í sumar þá er um að gera að reyna við sjóbirting því það eru fáir fiskar sem er jafn gaman að eiga við og nýgengin sjóbirtingur. Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði
Það styttist í að fyrstu árnar í laxveiðinni loki en þó að laxveiðin sé að róast eru góðar fréttir af sjóbirting fyrir austann. Við höfum verið að fá ágætis fréttir af nokkrum veiðislóðum og þar á meðal úr Vatnamótunum en þar virðist veiðin vera að fara ágætlega af stað. Sjóbirtingstímabilið er er detta í gang og það eru flestir sammála um að stofninn virðist vera á uppleið. Það hefur verið eftir því tekið t.d. í Tungulæk, Tungufljóti, Grenlæk og víðar að betri umgengni við stofninn þar á meðal að sleppa stórum fiski aftur er greinilega að hafa góð áhrif. Veiðimenn hafa að sama skapi lagst á sveif með því að gæta hófs í því sem er hirrt. Næstu tveir mánuðir eru besti tíminn og fyrir þá sem náðu ekki úr sér veiðihrollinum í lax og silung í sumar þá er um að gera að reyna við sjóbirting því það eru fáir fiskar sem er jafn gaman að eiga við og nýgengin sjóbirtingur.
Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði