Lifnar yfir Ásgarði í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2018 12:00 Það liggja vænir laxar í Soginu Mynd: Árni Baldursson FB Það hafa ekki borist margar fréttir af Soginu í sumar þrátt fyrir að þangað sé alltaf nokkur straumur veiðimanna. Það hafa þó borist fréttir af og til af Ásgarði og greinilegt að það er meiri lax á því svæði en var til dæmis í fyrra. Af fréttum frá Lax-Á sem er leigutaki svæðisins þá veiddust til að mynda 14 laxar í tveggja daga holli í lok ágúst á þrjár stangir ásamt því að töluvert af bleikju kom einnig á land. Það virðist vera nokkuð líf í Ásgarði og því líklegt að það sé sama saga af hinum bakkanum sem er kenndur við Bíldsfell. Við vitum af tveimur hópum sem voru í Bíldsfelli í ágúst sem sannarlega fengu einhverja veiði en af veiðibókunum að dæma hefur líklega gleymst að bóka þá fiska en þeir fengu þó veglega myndatöku á samfélagsmiðlum. September í Soginu er oft góður tími og það er einmitt þá sem stóri fiskurinn fer að taka. Nú eru tveir aðilar sem selja leyfi á aðalsvæðin í Soginu en það eru Lax-Á og SVFR en samkvæmt vefsölunni hjá báðum er nokkuð um lausa daga. Það er varla hægt að gera skemmtilegri veiði með stórlaxavon fyrir sanngjarnt verð svona stutt frá höfuðborginni. Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði
Það hafa ekki borist margar fréttir af Soginu í sumar þrátt fyrir að þangað sé alltaf nokkur straumur veiðimanna. Það hafa þó borist fréttir af og til af Ásgarði og greinilegt að það er meiri lax á því svæði en var til dæmis í fyrra. Af fréttum frá Lax-Á sem er leigutaki svæðisins þá veiddust til að mynda 14 laxar í tveggja daga holli í lok ágúst á þrjár stangir ásamt því að töluvert af bleikju kom einnig á land. Það virðist vera nokkuð líf í Ásgarði og því líklegt að það sé sama saga af hinum bakkanum sem er kenndur við Bíldsfell. Við vitum af tveimur hópum sem voru í Bíldsfelli í ágúst sem sannarlega fengu einhverja veiði en af veiðibókunum að dæma hefur líklega gleymst að bóka þá fiska en þeir fengu þó veglega myndatöku á samfélagsmiðlum. September í Soginu er oft góður tími og það er einmitt þá sem stóri fiskurinn fer að taka. Nú eru tveir aðilar sem selja leyfi á aðalsvæðin í Soginu en það eru Lax-Á og SVFR en samkvæmt vefsölunni hjá báðum er nokkuð um lausa daga. Það er varla hægt að gera skemmtilegri veiði með stórlaxavon fyrir sanngjarnt verð svona stutt frá höfuðborginni.
Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði