102 sm hængur úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2018 08:51 Sturla með 102 sm laxinn úr Hnausastreng Mynd: Reiða Öndin FB Nú er haustið að detta inn og ákveðinn ró að færast yfir laxveiðina en það skyldi þó engin halda að það sé ekki gaman að vera á bakkanum þessa dagana. Haustið færir okkur nefnilega þann tíma þegar stóru hængarnir fara á stjá og það fara líklega að berast fréttir reglulega úr ánum næstu vikur af stórum löxum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Vatnsdalsá er ein af þessum ám þar sem nokkrir laxar yfir 100 sm veiðast á hverju hausti og oft nokkrir. Í gær veiddist einn slíkur en það var Sturla Birgisson sem veiddi hann. Laxinn veiddist í einum frægasta stórlaxastað landsins, Hnausastreng, og var mældur 102 sm og síðan sleppt aftur eins og reglur gera ráð fyrir. Það tók 30 mínútur að landa tröllinu sem tók verulega á eins og gefur að skilja. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af stórlöxum úr Vatnsdalnum. Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði
Nú er haustið að detta inn og ákveðinn ró að færast yfir laxveiðina en það skyldi þó engin halda að það sé ekki gaman að vera á bakkanum þessa dagana. Haustið færir okkur nefnilega þann tíma þegar stóru hængarnir fara á stjá og það fara líklega að berast fréttir reglulega úr ánum næstu vikur af stórum löxum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Vatnsdalsá er ein af þessum ám þar sem nokkrir laxar yfir 100 sm veiðast á hverju hausti og oft nokkrir. Í gær veiddist einn slíkur en það var Sturla Birgisson sem veiddi hann. Laxinn veiddist í einum frægasta stórlaxastað landsins, Hnausastreng, og var mældur 102 sm og síðan sleppt aftur eins og reglur gera ráð fyrir. Það tók 30 mínútur að landa tröllinu sem tók verulega á eins og gefur að skilja. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af stórlöxum úr Vatnsdalnum.
Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði