Handbolti

Alfreð og félagar með góðan sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð er á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Kiel
Alfreð er á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Kiel Getty

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltaliðinu Kiel unnu fjögurra marka sigur á Lemgo í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Kiel var með 14-9 forystu í hálfleik en Lemgo náði að koma til baka um miðbik seinni hálfleiks og minnka muninn í aðeins eitt mark. Þeir náðu hins vegar aldrei að jafna leikinn og sigurinn að lokum nokkuð öruggur hjá Kiel. Lokatölur 28-24.

Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin sem tapaði með fimm mörkum fyrir Flensburg-Handewitt.

Magdeburg er enn ósigrað eftir þrjá leiki, líkt og Flensburg, eftir sigur á Wetzlar 31-26. Leipzig vann stórsigur á BBM Bietigheim, 31-24.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.