Handbolti

Valþór kominn heim til Akureyrar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valþór handsalar samninginn
Valþór handsalar samninginn mynd/akureyri

Valþór Atli Guðrúnarson er kominn heim til Akureyrar eftir tveggja ára dvöl í Breiðholtinu.

Akureyri handboltafélag greindi frá komu Valþórs Atla í kvöld. Hann hefur spilað 45 leiki fyrir Akureyri í efstu deild og var í lykilhlutverki í liðinu tímabilið 2013-14 í Olís deildinni.

Valþór er 27 ára gamall leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu.

Hann hefur verið hjá ÍR síðustu tvö ár en var mikið meiddur á síðasta tímabili.

Akureyri er nýliði í Olís deildinni í vetur og byrjar á risa leik, grannaslag við KA á mánudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.