Handbolti

Jóhann Gunnar lofaði aðdáendum sínum að segja söguna af Óla óheiðarlega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson.
Jóhann Gunnar Einarsson. Mynd/S2 Sport

Það var smá sögustund í fyrsta þætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi því Jóhann Gunnar Einarsson, einn af sérfræðingum þáttarins, ætlaði ekki að bregðast aðdáendum sínum. Hann stóð við loforð sitt frá því á Twitter fyrr um daginn.

„Ég er að spá hvort ég megi segja söguna“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson og Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, greip boltann á lofti: „Það er komið að sögulegri stund,“ sagði Tómas.

„Ég var búinn að lofa mínum aðdáendum að segja söguna af Ólafi. Munið þið ekki eftir honum í Fram, hann kringlaði sig alltaf inn rétthentur úr hægra horninu. Hann vann eiginlega bara Haukana í Íslandsmeistaratitlinum,“ sagði Jóhann Gunnar sem var með Ólafi Jóhanni Magnússyni í Íslandsmeistaratitli Fram vorið 2013.

„Hann er kallaður Óli óheiðarlegi,“ sagði Jóhann Gunnar og Logi Geirsson bað vinsamlega bara um stuttu útgáfuna af sögunni.

„Hann var í skírn og það kom öldruð frænka hans og spurði: Af hverju ertu kallaður Óli óheiðarlegi. Þetta var búið að berast út um allt,“ sagði Jóhann Gunnar og sagði síðan söguna af Ólafi og viðurnefni hans.

„Sagan er þannig: Hann kom á fyrstu æfinguna í Fram og það var upphitunarfótbolti. Það var skotið í höndina á honum. Allir öskruðu hendi en hann sagði nei. Þá sögu menn: Djöfull ertu óheiðarlegur. Eftir það var hann kallaður Óli óheiðarlegi,“ sagði Jóhann Gunnar.

Það má heyra söguna og hvað Siffi (Sigfús Páll Sigfússon) hélt að Ólafur Jóhann væri alltaf kallaður með því að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.