Lífið

Kristjana hitti Edge í París

Andri Eysteinsson skrifar
Edge tók vel í selfie beiðni Kristjönu.
Edge tók vel í selfie beiðni Kristjönu. Twitter/ Kristjana Arnarsdóttir

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir er þessa dagana stödd í París ásamt fríðu föruneyti.

Kristjana, sem vakti mikla athygli fyrir þátt sinn í umfjöllun Ríkisútvarpsins um Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem haldið var í Rússlandi í sumar, var ásamt vinkonum sínum í veitingastað í borginni þegar þær rákust á gítarleikara U2, The Edge.

The Edge, sem heitir réttu nafni David Howell Evans hefur verið meðlimur hljómsveitarinnar U2 frá stofnun hennar árið 1976. Edge tók vel í beiðni Kristjönu um mynd og deildi hún henni á Twitter-síðu sinni.

Sjá má færsluna hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.