Innlent

Með 900 grömm af kókaíni á Keflavíkurflugvelli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maðurinn reyndi að fela níu hundruð grömm af kókaíni í skónum sínum.
Maðurinn reyndi að fela níu hundruð grömm af kókaíni í skónum sínum. vísir/STEFÁN

Karlmaður sem kom til landsins 26. ágúst síðastliðinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Tollgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvaði manninn.

Maðurinn reyndist vera með níu hundruð grömm af kókaíni falið í skónum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft málið til rannsóknar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Tvö fíkniefnamál til viðbótar hafa komið upp í flugstöðinni á undanförnum dögum.

Í báðum tilvikum var um að ræða erlenda karlmenn sem reyndu að smygla kannabisefnum til landsins en voru tollgæslan stöðvaði þá. Annar var var 45 grömm af kannabis sem hann faldi í skónum sínum og hinn var með tæp tólf grömm af kannabis á sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.