Handbolti

Lærisveinar Alfreðs töpuðu með einu marki

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Lærisveinar Alfreðs töpuðu sínum fyrsta leik í vetur
Lærisveinar Alfreðs töpuðu sínum fyrsta leik í vetur Vísir/Getty

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel töpuðu gegn Flensburg með einu marki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Fyrir leik liðanna voru bæði lið taplaus en búast má við báðum liðum í toppbaráttunni í vetur.

Leikurinn var í járnum framan af en um miðbik fyrri hálfleiks náði Kiel þriggja marka forystu. Þá tók hins vegar við góður kafli hjá Flensburg. Þeir náðu að snúa stöðunni sér í vil undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik.

Forystuna létu þeir aldrei af hendi í síðari hálfleik en Kiel setti pressu á Flensburg á lokamínútunum og minnkuðu muninn í eitt mark en lengra komust þeir ekki. Lokatölur 26-25.

Ragnar Jóhannsson átti fínan leik með liði sínu Huttenberg í þýsku 2. deildinni.

Ragnar skoraði sex mörk en Huttenberg tapaði með einu marki gegn Dormagen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.