Coca-Cola kaupir Costa Coffee Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 08:38 Alison Brittain, forstjóri Whitbread, telur að salan muni ýta undir enn frekari vöxt Costa Coffee. Whitbread Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin. Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin.
Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00