Lífið

Katrín Lea sigraði í Miss Universe Iceland

Sylvía Hall skrifar
Katrín Lea Elenudóttir.
Katrín Lea Elenudóttir. Facebook

Hin 19 ára gamla Katrín Lea Elenudóttir fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland í kvöld. Katrín Lea bar borðann „Miss Midnight Sun“ í keppninni í ár, sem mætti þýða sem Ungfrú Miðnætursól.

Í öðru sæti var Móeiður Svala Magnúsdóttir og Sunneva Sif Jónsdóttir í því þriðja.

Katrín Lea stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og talar þrjú tungumál reiprennandi. Í færslu á síðu keppninnar segist Katrín Lea hafa fallið fyrir Íslandi fyrsta daginn sem hún kom hingað til lands, en hún fluttist hingað frá Rússlandi. Hún segir móður sína vera sína helstu fyrirmynd og vonast til að hún geti hvatt ungt fólk til þess að ná markmiðum sínum.

Keppnin fór fram með pompi og prakt í Hljómahöllinni í kvöld og komu keppendur fram í síðkjólum sem og sundfötum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.