Innlent

Gróf náttúruspjöll á Fjallabaki

Bergþór Másson skrifar
För í sandinum á Fjallabaki.
För í sandinum á Fjallabaki. Nína Aradóttir

Stór og mikil för eftir utanvegaakstur fundust á möl og í mosa á Fjallabaki í gærmorgun. Ekki er vitað hverjir sökudólgarnir eru. Búið er að tilkynna málið til lögreglu.

För í mosanum. Nína Aradóttir

Nína Aradóttir, landvörður á Fjallabaki, segir förin hafa vera mikil og áberandi. Í samtali við Vísi segir hún þetta mjög leiðinlegt og nefnir að þau á Fjallabaki hafi ekki séð neitt þessu líkt í allt sumar.

Förin eru eftir línuveginum að Ljótapolli og niður að Tungnaá, inn og út af veginum og meðal annars í gegnum mosa. Einnig eru svipuð för á Dyngjuleiðinni.

Skemmdarverkin voru unnin á milli 11-12 í gærmorgun. Ekki er vitað hversu margir voru á ferð en talið er að um hóp sé að ræða.

Nína segir náttúruspjöllin geta verið óafturkræf og reynt verði að laga skemmdirnar í sumar en ekki víst að það náist vegna hversu miklar þær eru.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk eru unnin á náttúru Fjallabaks, en Nína segir utanvegaakstur hafa minnkað undanfarin ár vegna aukinnar fræðslu landvarða og vitundarvakningar um alvarleika og skaðskemi þess.

Stór för í sandinum og mosanum.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.