Viðskipti erlent

Musk segist hafa átt erfitt ár

Samúel Karl Ólason skrifar
„Þetta hefur ekki verið frábært ár,“ sagði Musk.
„Þetta hefur ekki verið frábært ár,“ sagði Musk. Vísir/AP

Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla, segir mikið stress síðasta árs hafa sagt til sín. árið hafi verið einstaklega erfitt og hann hafi unnið í allt að 120 klukkustundir á viku og notast við lyf til að sofa. Í viðtali sem New York Times birti dag (Paywall) er Musk sagður hafa hlegið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð.

„Þetta hefur ekki verið frábært ár,“ sagði Musk og bætti við að vinir hans hafi haft áhyggjur af honum.

Meðal annars ræddi Musk umdeilt tíst þar sem hann sagðist vera að íhuga að taka Tesla af markaði og hann hefði þegar tryggt sér fjármagn til þess. Tístið er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Bandaríkjanna en virði hlutabréfa Tesla hækkuðu um ellefu prósent á einum degi eftir tístið og í ljós hefur komið að fjármagnið var í rauninni ekki tryggt.

Musk sagðist ekki sjá eftir tístinu. Hann hefði sent það frá sér á leiðinni í flug og sagðist vilja hafa gagnsæi varðandi viðræður sínar og ríkisstjórnar Sádi-Arabíu.

Undir miklum þrýstingi

Tesla hefur verið undir miklum þrýstingi varðandi framleiðslu rafmagnsbíla. Fyrirtækið hefur ekki framleitt nægjanlega marga bíla og hefur tapað miklum fjármunum. Þá hefur sömuleiðis ekki tekist að fjölga framleiddum bílum nægjanlega og hefur starfsmönnum fyrirtækisins ítrekað mistekist að ná eigin framleiðslumarkmiðum.

Musk sagði í viðtalinu að hann héldi stundum til í verksmiðju Tesla í þrjá til fjóra daga í röð og hann hefði ekki tekið sér meira en vikufrí síðan hann hefði smitast af malaríu árið 2001. New York Times segir stjórn Tesla vera að leita að öðrum aðila til að hlaupa undir bagga með Musk og taka yfir einhver af verkefnum Musk.

Samkvæmt New York Times óttast stjórnarmeðlimir Tesla að svefnlyfið Ambien, sem Musk segist nota til að sofa, hjálpi honum í raun ekki við að sofa. Þess í stað leiði það til undarlegra og óvenjulegra tísta.

Hann segist þó ekki gefa frá sér stöður sínar sem formaður stjórnarinnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hins vegar, ef einhver kæmi fram sem gæti staðið sig betur í starfi Musk gæti sá tekið við strax.

Í viðtalinu ræddi Musk ekkert um umdeilt tíst hans þar sem hann kallaði breskan kafara, sem kom að björgun hóps drengja úr helli í Taílandi, barnaníðing.


Tengdar fréttir

Musk íhugar að taka Tesla af markaði

Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.